Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 13:00 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. Hann hlakkar þó til að takast á við eina stærstu áskorun lífs síns innan fárra mánaða en sem barn grínaðist Ari oft með að taka þátt í Eurovision – og sigra.Sjá einnig: Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Þegar blaðamaður náði tali af Ara nú rétt fyrir hádegi í dag lá hann enn uppi í rúmi eftir kærkominn og verðskuldaðan nætursvefn. Hann segist enn vera að ná sér niður eftir sigurinn í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég fór inn í þessa keppni með það markmið að komast í úrslitin. Það er hægt að segja að úrslitin hafi verið mjög spennandi vegna þess að Dagur var náttúrulega með mjög mikið forskot. Ég hafði engar væntingar í rauninni,“ segir Ari sem ber keppinaut sínum, Degi Sigurðssyni, vel söguna. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Varð alveg stjarfur Ari segir úrslitakvöldið hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani. Hann nefnir sérstaklega augnablikið þegar Jón Jónsson, annar kynna kvöldsins, las „Our choice“ upp úr vinningsumslaginu. „Ég veit ekki hvort þú hefur séð myndirnar en ég varð bara stjarfur. Ég stirðnaði upp og trúði ekki mínum eigin eyrum,“ segir Ari og ítrekar að hann hafi alls ekki búist við sigrinum. „Svo var ég líka búinn að gráta svo mikið að ég gat ekki grátið lengur og fór eiginlega í trans. Ég var á sjálfvirkri stillingu. Þessa síðustu klukktíma, þegar ég var uppi á sviði í bæði skiptin, þá flaug ég út úr líkamanum og horfði á sjálfan mig syngja. Ég var ekkert við stýrið.“ Ari söng lag sitt aftur eftir að úrslit voru gerð kunn. Hann segir flutninginn hafa verið auðveldari í seinna skiptið en eins og mörgum er kunnugt um er Ari mjög reyndur söngvari, aðeins 19 ára gamall. „Þetta var í raun ekkert rosalegt mál, bara fyrst og fremst ofboðslega gaman. Þarna gat maður fyrst notið sín og hætt að vera stressaður.“Ari stirðnaði upp þegar úrslitin voru tilkynnt í Laugardalshöll í gærkvöldi.Skjáskot/RúvFagnaði á Ölveri en hélt svo heim í faðm fjölskyldunnarAri segist óendanlega þakklátur fjölskyldu sinni, vinum og Our choice-liðinu fyrir stuðninginn. Þá hefur Þórunn Erna Clausen, höfundur lags og texta, staðið þétt við bakið á sínum manni í gegnum allt ferlið. „Öll fjölskyldan mín var þarna og liðið mitt. Þau eru náttúrulega bara einstaklega góðar manneskjur og hafa hvatt mig svo mikið áfram og hafa óbilandi trú á mér,“ segir Ari sem hélt upp á sigurinn með fólkinu sínu í gær. Förinni var heitið á Ölver en Ari hélt svo sjálfur heim til fjölskyldunnar þar sem hann fékk sér loksins að borða. „Og svo fékk ég mér góðan lúr. Ég rotaðist á núll einni.“Ætlar að nýta tækifærið Aðspurður segist Ari aðeins byrjaður að kynna sér framlög annarra landa, og þykir franska lagið flott, en hann er mikill Eurovision-aðdáandi. Keppnin skipar auk þess stóran sess í hjörtum fjölskyldunnar. „Við erum þrjár fjölskyldur sem hittumst oftast og horfum saman á Eurovision. Þegar ég var 12 eða 13 ára var ég alltaf að djóka með það, þegar við komumst ekki áfram í öll þessi skipti, að ég myndi fara næst og þá myndum við kannski vinna loksins.“ Nú gæti því farið svo að brandarinn verði að veruleika í Lissabon í maí. „Nú er tækifærið og maður verður að nýta það,“ segir Ari sposkur.Flutning Ara á Our Choice, framlagi Íslands í Eurovision 2018, má sjá og hlýða á í spilaranum að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. Hann hlakkar þó til að takast á við eina stærstu áskorun lífs síns innan fárra mánaða en sem barn grínaðist Ari oft með að taka þátt í Eurovision – og sigra.Sjá einnig: Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Þegar blaðamaður náði tali af Ara nú rétt fyrir hádegi í dag lá hann enn uppi í rúmi eftir kærkominn og verðskuldaðan nætursvefn. Hann segist enn vera að ná sér niður eftir sigurinn í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég fór inn í þessa keppni með það markmið að komast í úrslitin. Það er hægt að segja að úrslitin hafi verið mjög spennandi vegna þess að Dagur var náttúrulega með mjög mikið forskot. Ég hafði engar væntingar í rauninni,“ segir Ari sem ber keppinaut sínum, Degi Sigurðssyni, vel söguna. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Varð alveg stjarfur Ari segir úrslitakvöldið hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani. Hann nefnir sérstaklega augnablikið þegar Jón Jónsson, annar kynna kvöldsins, las „Our choice“ upp úr vinningsumslaginu. „Ég veit ekki hvort þú hefur séð myndirnar en ég varð bara stjarfur. Ég stirðnaði upp og trúði ekki mínum eigin eyrum,“ segir Ari og ítrekar að hann hafi alls ekki búist við sigrinum. „Svo var ég líka búinn að gráta svo mikið að ég gat ekki grátið lengur og fór eiginlega í trans. Ég var á sjálfvirkri stillingu. Þessa síðustu klukktíma, þegar ég var uppi á sviði í bæði skiptin, þá flaug ég út úr líkamanum og horfði á sjálfan mig syngja. Ég var ekkert við stýrið.“ Ari söng lag sitt aftur eftir að úrslit voru gerð kunn. Hann segir flutninginn hafa verið auðveldari í seinna skiptið en eins og mörgum er kunnugt um er Ari mjög reyndur söngvari, aðeins 19 ára gamall. „Þetta var í raun ekkert rosalegt mál, bara fyrst og fremst ofboðslega gaman. Þarna gat maður fyrst notið sín og hætt að vera stressaður.“Ari stirðnaði upp þegar úrslitin voru tilkynnt í Laugardalshöll í gærkvöldi.Skjáskot/RúvFagnaði á Ölveri en hélt svo heim í faðm fjölskyldunnarAri segist óendanlega þakklátur fjölskyldu sinni, vinum og Our choice-liðinu fyrir stuðninginn. Þá hefur Þórunn Erna Clausen, höfundur lags og texta, staðið þétt við bakið á sínum manni í gegnum allt ferlið. „Öll fjölskyldan mín var þarna og liðið mitt. Þau eru náttúrulega bara einstaklega góðar manneskjur og hafa hvatt mig svo mikið áfram og hafa óbilandi trú á mér,“ segir Ari sem hélt upp á sigurinn með fólkinu sínu í gær. Förinni var heitið á Ölver en Ari hélt svo sjálfur heim til fjölskyldunnar þar sem hann fékk sér loksins að borða. „Og svo fékk ég mér góðan lúr. Ég rotaðist á núll einni.“Ætlar að nýta tækifærið Aðspurður segist Ari aðeins byrjaður að kynna sér framlög annarra landa, og þykir franska lagið flott, en hann er mikill Eurovision-aðdáandi. Keppnin skipar auk þess stóran sess í hjörtum fjölskyldunnar. „Við erum þrjár fjölskyldur sem hittumst oftast og horfum saman á Eurovision. Þegar ég var 12 eða 13 ára var ég alltaf að djóka með það, þegar við komumst ekki áfram í öll þessi skipti, að ég myndi fara næst og þá myndum við kannski vinna loksins.“ Nú gæti því farið svo að brandarinn verði að veruleika í Lissabon í maí. „Nú er tækifærið og maður verður að nýta það,“ segir Ari sposkur.Flutning Ara á Our Choice, framlagi Íslands í Eurovision 2018, má sjá og hlýða á í spilaranum að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45