Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 08:26 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í gær. Samfylkingin og Píratar hafa hins vegar lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. vísir/hanna Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21