Mengun frá skógareldum í Norður-Ameríku jafnaðist á við eldgos Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 15:39 Reykurinn frá eldunum í Kaliforníu í desember blöstu við úr geimnum eins og sést á þessari mynd Sentinel-2-gervitunglsins. Litir hafa verið ýktir á myndinni. Vísir/AFP Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari. Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari.
Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25