Vonbrigði hversu hægt miðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira