Pálmasynir boða blandaða byggð í Brúneggjalandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2018 10:12 Sigurður Gísli Pálmason hefur hug á að byggja upp blandaða byggð í Teigslandi. Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan. Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan.
Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52
Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30
Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53