Pálmasynir boða blandaða byggð í Brúneggjalandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2018 10:12 Sigurður Gísli Pálmason hefur hug á að byggja upp blandaða byggð í Teigslandi. Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan. Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan.
Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52
Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30
Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53