Hysknir hundaeigendur láta dýr sín drulla á Drafnarborg Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 11:24 Óvandaðir og latir hundaeigendur stunda það að fara inn á leikskólalóðir, þar sem þeir geta lokað hliðinu. Fara svo sjálfir í símann og leyfa hundunum að fara um, en þeir gera meira en bara hlaupa og leika sér. Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira