Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2018 19:00 Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. Eftirlitsstofnun EFTA telur að ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóti í bága við 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í honum felst réttur til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og hefja fyrirtækjarekstur hvar sem er á EES-svæðinu. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA frá síðasta ári. Í álitinu tekur stofnunin fram að hún geri ekki athugasemdir við leyfisfyrirkomulagið sem slíkt heldur fyrst og fremst óréttlætanlegar fjöldatakmarkanir. Í svari norska samgönguráðuneytisins til ESA frá 11. desember síðastliðnum kemur fram að ráðuneytið fallist á að fjöldatakmarkanir í gildandi lögum feli sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila sem vilja komast inn á leigubílamarkaðinn. Þá segir ráðuneytið að það muni leggja fram tillögur um að afnema fjöldatakmarkanir í löggjöfinni. Slík lagabreyting myndi auðvelda fyrirtækjum eins og Uber og Lyft að komast inn á norska markaðinn. Íslensk lög um leigubifreiðar eru keimlík þeim norsku en þar er í 8. gr. laganna sérstakt ákvæði um að ráðherra setji reglugerð um fjölda leigubifreiða. ESA hóf að eigin frumkvæði athugun á íslensku lögunum á síðasta ári. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.„Þeir þættir íslensku laganna sem eru líkir eða samsvarandi norsku lögunum, til dæmis varðandi fjöldatakmarkanir, myndu líklegast skoðast sem hindrun í skilningi EES-svæðisins sem þyrfti þá að réttlæta sérstaklega. Í ljósi norska málsins þá sendum við formlega fyrirspurn til Íslands um þessi mál og höfum fundað um málið á Íslandi. Við höfum jafnframt fengið skriflegt svar frá Íslandi við erindi okkar þar sem það var tekið fram að verið væri að skoða þessi lög í sérstökum vinnuhópi. Meðal annars með tilliti til skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins,“ segir Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamkarkaðinn skilar tillögum sínum. Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar.Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli samgönguráðherra að afnema hámarksfjölda leigubifreiðaleyfa, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna leigubifreiðamarkaðinn fyrir aukinni samkeppni.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði