Mislingafaraldur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 17:33 Tuttugu ár eru síðan fölsuð rannsókn tengdi MMR-bóluefnið við einhverfu. Ýmis konar kuklarar og sölumenn hjálækninga halda þeim fullyrðingum enn á lofti þrátt fyrir að þær hafi verið hraktar fyrir löngu. Vísir/AFP Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu. Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu.
Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30