Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:42 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent