Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42