Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 22:15 Manafort vann sem málafylgjumaður um árabil, oft fyrir erlend ríki. Hann er meðal annars sakaður um að hafa leynt greiðslum sem hann fékk fyrir skattayfirvöldum í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18