Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA „Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent