Ótuktarlýður Frosti Logason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar