Einn æðsti embættismaður Norður-Kóreu mætir á Vetrarólympíuleikana Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 11:19 Hershöfðinginn Kim Yong-chol fer hér fremstur í flokki. Vísir/AFP Hershöfðinginn Kim Yong-chol, einn hæstsetti embættismaður Norður-Kóreu, mun mæta sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu. BBC greinir frá. Kim var lengi yfirmaður leyniþjónustu Norður-Kóreu og er talinn hafa skipulagt fjölmargar árásir á nágranna sína í suðri. Hann fer nú fyrir sérstakri deild innan ríkisstjórnarinnar sem snýr að sambandi Kóreuríkjanna. Hann, ásamt sendinefnd sinni, mun dvelja í Suður-Kóreu í þrjá daga en lokaathöfnin verður haldin þann 25. febrúar næstkomandi. Búist er við því að Kim muni funda með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Vetrarólympíuleikarnir virðast hafa haft jákvæð áhrif á samband Norður- og Suður-Kóreu sem hefur lengi verið stirt. Gagnrýnendur vilja þó margir meina að ríkisstjórn Norður-Kóreu líti aðeins á leikana sem tækifæri til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun vera viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna fyrir hönd Bandaríkjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að komið verði á formlegum fundum milli sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33 Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hershöfðinginn Kim Yong-chol, einn hæstsetti embættismaður Norður-Kóreu, mun mæta sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar á lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu. BBC greinir frá. Kim var lengi yfirmaður leyniþjónustu Norður-Kóreu og er talinn hafa skipulagt fjölmargar árásir á nágranna sína í suðri. Hann fer nú fyrir sérstakri deild innan ríkisstjórnarinnar sem snýr að sambandi Kóreuríkjanna. Hann, ásamt sendinefnd sinni, mun dvelja í Suður-Kóreu í þrjá daga en lokaathöfnin verður haldin þann 25. febrúar næstkomandi. Búist er við því að Kim muni funda með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Vetrarólympíuleikarnir virðast hafa haft jákvæð áhrif á samband Norður- og Suður-Kóreu sem hefur lengi verið stirt. Gagnrýnendur vilja þó margir meina að ríkisstjórn Norður-Kóreu líti aðeins á leikana sem tækifæri til að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi. Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun vera viðstödd lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna fyrir hönd Bandaríkjanna. Ekki er þó gert ráð fyrir að komið verði á formlegum fundum milli sendinefnda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33 Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Systir Kim Jong-un mætir á setningarhátíð Ólympíuleikanna Keppendur Norður- og Suður-Kóreu munu ganga inn á völlinn á setningarhátíðinni undir sameiginlegum fána, en nokkurrar þíðu hefur gætt í samskiptum ríkjanna að undanförnu. 7. febrúar 2018 08:33
Keppendur frá Suður-Kóreu og Norður-Kóreu ganga saman inn á setningarhátíð ÓL 2018 Allir kóreysku íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu munu ganga einu fylktu liði inn á setningarhátíði leikanna. Þetta var tilkynnt í dag. 17. janúar 2018 16:30