Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 13:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla. visir/anton brink Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13