Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 13:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla. visir/anton brink Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13