Geldingar á grísum nær aflagðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 20:30 Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira