Hafdís stökk lengst Dagur Lárusson skrifar 25. febrúar 2018 16:00 Hafdís Sigurðardóttir vísir/Daníel Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Seinni keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Það var íþróttafólkið úr ÍR og FH sem var oftast í efstu sætunum en einn athyglisverðasti árangur dagsins kom hjá Hafdísi Sigurðardóttir úr UFA sem stökk lengst allra í langstökki en hún stökk 6,94 metra. Ingi Rúnar Kristinnson úr Breiðablik endaði í 1. sæti í langstökki karla. Ingi stökk lengst 6,89 metra en næstur á eftir honum var Ísak Óli Traustason sem stökk lengst 6,75 metra. Mikil spenna var í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH voru hnífjafnar á lokasprettinum en það var að lokum Arna Stefanía sem var á undan en hún hljóp á 24,68 sekúndum en Þórdís Eva á 24, 97 sekúndum. Það var síðan Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sæti en hún hljóp á 25,43 sekúndum. Kristján Viggó Sigfinnsson fór með sigur af hólmi í hástökki karla en hann stökk 1,94 metra. Hann reyndi við 2,02 metra í sinni síðustu tilraun en mistókst. Þeir Jón Gunnar og Benjamón Jóhann úr ÍR stukku báðir hæst 1,91 metra og voru því í 2. og 3. sæti. Ari Bragi Kárason úr FH var fljótastur allra í úrslitum í 200 metra hlaupi karla en hann hljóp á 22,03 sekúndum. Næstur á eftir honum var Guðmundur Thoroddsen úr Aftureldingu en hann hljóp á 22, 19 sekúndum. Kormákur Ari Hafliðason tók 3. sætið en hann hljóp á 22, 37 sekúndum. Iðunn Björg Arnarldsdóttir úr ÍR tók 1. sætið í 800 metra hlaupi kvenna en hún var rúmum þremur sekúndum á undan Ingibjörgu Sigurðardóttir sem hljóp á 2 mínútum og 21,22 sekúndum. Dagbjört Lilja Magnúsdóttir endaði í 3. sæti og því voru bara ÍR-ingar í efstu þremur sætunum. Það var mikil spenna í 800 metra hlaupi karla en þar fór Sæmundur Ólafsson úr ÍR með sigur af hólmi eftir mikla keppni við þá Huginn Harðarson og Daða Arnarson úr Fjölni. Sæmundur hljóp á 1 mínútu og 56, 12 sekúndum. Hafdís Sigurðardóttir stökk lengst allra í langstökki kvenna en hún stökk 6,04 metra. Næst á eftir henni var Irma Gunnarsdóttir en hún stökk 5,82 metra. María Rún úr FH endaði í 3. sæti en hún stökk 5,69 metra. María Birkisdóttir úr FH tók 1. sætið í 3000 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 10 mínútum og 13,69 sekúndum. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti, rétt á undan Elínu Eddu sem var nokkrum sekúndumbrotum á eftir henni. Kristinn Þór Kristinnson var langt á undan öllum öðrum í 3000 metra hlaupi karla en hann hljóp á 9 mínútum og 3,46 sekúndum. Næstur á eftir honum var Þórólfur Ingi Þórsson sem hljóp á 9 mínútum og 11,73 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hljóp á 8,92 sekúndum í 60 metra grindahlaupi kvenna en það var nóg til þess að tryggja henni 1. sætið í greininni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Breiðablik var aðeins tveimur sekúndumbrotum á eftir Irmu og endaði í 2. sætinu. Það var síðan Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sem endaði í 3. sætinu en hún hljóp á 9,09 sekúndum. Ísak Óli Traustason tók 1. sætið í karlaflokki í greininni en hann hljóp á 8,26 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR hljóp á 8,39 sekúndum, rétt á undan liðsfélaga sínum Benjamín Jóhanni Johnsen sem hljóp á 8,65 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
FH leiðir eftir fyrri daginn Frjálsíþróttafólk úr FH var hlutskarpast á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþrótum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina 24. febrúar 2018 15:26