Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 16:11 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefnar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir kvartanir. vísir/valli Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20