Ekki einu sinni þjálfari eða liðsfélagar Messi vissu að hann ætlaði að gera þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 22:30 Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan. Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira