Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 21:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21