Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 22:45 Áskell Jónasson, bóndi að Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er torbærinn að Þverá í Laxárdal, en hann er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann, auk þess sem bærinn er vagga samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Fjallað var um bæinn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt” í kvöld. Ferðamenn á leið um Þingeyjarsýslur heimsækja margir torfbæinn að Grenjaðarstað, en þar er rekið byggðasafn. Þaðan eru aðeins þrettán kílómetrar að bænum Þverá í Laxárdal, sem færri vita af, en þar varðveitir Þjóðminjasafnið þetta sögufræga djásn. Þar var grunnurinn lagður að mesta verslunarveldi Íslands með stofnun fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga árið 1882. Kirkjan og torfbærinn að Þverá, séð úr lofti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áskell Jónasson bóndi hefur umsjón með bænum, sem byggður var á árunum 1848 til 1852, og hann sýndi okkur stofuna sem markaði upphaf samvinnuhreyfingarinnar. Þegar gengið er um bæinn vekur sérstaka athygli að í gegnum hann rennur lækur. Vegna hans þurfti fólkið ekki að fara úr húsi til að sækja vatn í bæjarlækinn, sem kom sér einkar vel að vetrarlagi. Þjóðminjasafnið hefur einnig látið endurbyggja þrjú útihús; fjárhús, hlöðu og hesthús. Hér er sannarlega kominn vísir að minjasafni. Fleiri söguminjar úr Laxárdal voru sýndar í þættinum „Um land allt”. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er torbærinn að Þverá í Laxárdal, en hann er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann, auk þess sem bærinn er vagga samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Fjallað var um bæinn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt” í kvöld. Ferðamenn á leið um Þingeyjarsýslur heimsækja margir torfbæinn að Grenjaðarstað, en þar er rekið byggðasafn. Þaðan eru aðeins þrettán kílómetrar að bænum Þverá í Laxárdal, sem færri vita af, en þar varðveitir Þjóðminjasafnið þetta sögufræga djásn. Þar var grunnurinn lagður að mesta verslunarveldi Íslands með stofnun fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga árið 1882. Kirkjan og torfbærinn að Þverá, séð úr lofti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áskell Jónasson bóndi hefur umsjón með bænum, sem byggður var á árunum 1848 til 1852, og hann sýndi okkur stofuna sem markaði upphaf samvinnuhreyfingarinnar. Þegar gengið er um bæinn vekur sérstaka athygli að í gegnum hann rennur lækur. Vegna hans þurfti fólkið ekki að fara úr húsi til að sækja vatn í bæjarlækinn, sem kom sér einkar vel að vetrarlagi. Þjóðminjasafnið hefur einnig látið endurbyggja þrjú útihús; fjárhús, hlöðu og hesthús. Hér er sannarlega kominn vísir að minjasafni. Fleiri söguminjar úr Laxárdal voru sýndar í þættinum „Um land allt”. Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15