Meirihlutinn í borginni myndi halda Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. febrúar 2018 05:45 Tveir turnar eru þegar farnir að myndast í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/GVA „Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Við stefnum á að komast í meirihluta og þess vegna þurfum við tólf. Við ætlum að reyna að fá eins marga af þessum tólf og við getum. Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi allra framboða í borginni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Rúmlega 35 prósent segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og myndi hann fá níu af 23 borgarfulltrúum.Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27 prósent og fengi sjö borgarfulltrúa kjörna. Segja má að þessir tveir flokkar yrðu tveir turnar í borgarstjórninni, en þriðji stærsti flokkurinn yrði VG. Hann er með 12 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrjá menn. Píratar eru með 8,9 prósenta fylgi og fengju tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu hefðu Samfylkingin, VG og Píratar tólf menn og meirihluta í 23 manna borgarstjórn. Miðflokkurinn er með 6 prósenta fylgi og fengi einn borgarfulltrúa. Viðreisn fengi líka einn borgarfulltrúa en er með 4,2 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 3,4 prósenta fylgi og fengi ekki kjörinn borgarfulltrúa. Björt framtíð fengi ekki heldur kjörinn fulltrúa en flokkurinn er með 0,7 prósenta fylgi. Sósíalistaflokkurinn er með 0,5 prósenta fylgi í könnuninni og er eins og Björt framtíð nokkuð langt frá að fá kjörinn fulltrúa. Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 63,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 7 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5 prósent sögðust óákveðin og 25 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira