Meistaradeildin rúllar af stað Benedikt Bóas skrifar 13. febrúar 2018 06:45 Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur. vísir/getty Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira