Ástandið aldrei verið eldfimara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2018 08:15 Stríðið í Sýrlandi er langvarandi og hefur ástandið jafnvel aldrei verið verra. Visir/afp Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“ Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55