Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 10:32 Öryggisgæsla er mikil í kringum dómshúsið í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin fara fram. Vísir/AFP Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí. Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí.
Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42