Björt í Bjartri framtíð í bobba Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 11:26 Þó staðan sé svört, ef litið er til skoðanakannana, er engan bilbug á Björtu að finna. visir/anton brink Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, telur alltof snemmt að afskrifa flokkinn í borginni. Liðsmenn Bjartrar framtíðar eru nú að safna vopnum sínum meðan samstarfsflokkur þeirra í borgarstjórn, Vinstri grænir, er í lykilstöðu. Meirihlutinn heldur vegna þess að VG og Píratar bæta við sig fylgi frá í kosningum. Samfylking hins vegar dalar. „Nei, þetta er nú ekki alveg svo svart,“ segir hún þegar blaðamaður Vísis spyr hana hvort flokkurinn sé ekki hreinlega að þurrkast út í borginni. Þeir sem velta fyrir sér komandi sveitarstjórnarkosningum, en kosið verður 26. maí, horfa nú til nýjustu skoðanakönnunarinnar sem er Viðskiptablaðsins, birt fyrir síðustu helgi. Þar er útlitið svart, Björt framtíð mælist með 2,4 prósenta fylgi miðað 15,6 í kosningum.Jón Gnarr reynist pólitískum erfingjum sínum erfiðurSegjast verður eins og er að staða Bjartrar framtíðar er þröng og kemur þar ýmislegt til. Flokkurinn fór illa út úr síðustu Alþingiskosningum eftir að hafa slitið stjórnarsamstarfi, að mörgum finnst ómaklega sé litið til þess að það var á þeim forsendum að gegnsæi og traust þyrfti að ríkja í stjórnmálunum. Íslenskir kjósendur virðast samkvæmt þessu ekki gefa mikið fyrir slíkt þegar til kastanna kemur. Björt framtíð erfði fylgi Besta flokks Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavíkinni. Jón veitti hins vegar Bjartri framtíð þungt högg í tengslum við alþingiskosningar. Hann sagði Bjarta framtíð sjúka. Og Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns, hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.Björt segist ekki hafa þungar áhyggjur af stöðunniÞað er því í mörg horn að líta fyrir Björt og Vísir spurði Björt hvort hún hefði engar áhyggjur af þessu? „Nei, ég hef það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við höfum góða málefnastöðu sérstaklega þar sem við höfum verið í meirihluta; í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sem eru stærstu svæðin. Þar má sjá breytingar í grundvallaratriðum, vinnubrögðum sem við höfum lagt áherslu á og með því að opna bókahald, aukið gagnsæi, breytingar til batnaðar. Breytingar sem við erum stolt af.“Félagarnir Björn Blöndal og Jón Gnarr. Arfur Besta flokksins ætlar ekki að reynast Bjartri framtíð gott veganesti.visir/vilhelmBjört segir að þau í Bjartri framtíð hafi ekki verið að stæra sig af afrekum sínum, sem hún segir að séu margvísleg. „Ekki bara síðustu fjögur heldur síðustu átta árin. Þannig að ... þó við reynum eftir fremsta megni að vera hógvær finnst okkur við eiga talsvert í því hvernig borgin hefur breyst til batnaðar. Og við þurfum að koma því á framfæri.Catch 22 fyrir Bjarta framtíðSvo virðist sem Björt framtíð eigi í tilvistarkreppu sem má ef til vill kenna við Catch 22. Meðan þau hafa talað mjög fyrir samstarfi og annarri nálgun í hinni pólitísku orðræðu þá virðist það ekki henta í hinum flokkspólitíska landslagi þar sem þeir sem hæst hafa ná athyglinni. Kosningafyrirkomulagið er nánast þannig upp byggt að þeir ná eyrum kjósenda sem hæst hafa og bjóða uppá einfaldanir og árásargjörn slagorð? Björt segir það rétt en vill ekki vera sett í þá stöðu að vera ósamkvæm sjálfri sér. Pólitík Bjartrar framtíðar virki vel. „Hún virkar á þann hátt mjög vel að við finnum að við breytum vinnubrögðum svo um munar, ekki bara í Reykjavík. Áður voru borgarstjóraskipti tíð en það hefur ríkt stöðugleiki í Reykjavík með tilkomu Besta flokksins og Bjartrar framtíðar. Við leggjum mikla áherslu á liðsheild og höfum gert það í þessu meirihlutasamstarfi. Kannski minna í að berja okkur á brjóst, það skiptir okkur meira máli að við séum að vinna samhent fyrir borgarbúa.“Ætlar ekki að nota ódýr brögð í atkvæðaleitHún segir það rétt, ekki samræmist áherslum Bjartrar framtíðar að hafa hátt, hvað þá hátt um eigið ágæti. „En, nú er tímabært að útlista þetta betur. Við eigum eftir að leggja fram listann okkar í borginni og hvað við ætlum að leggja áherslu á. Sem verður áframhald þeirrar vinnu sem verið hefur og svo okkar framtíðarsýn. Við leggjum það á borð og fyrir kjósendur,“ segir Björt.En, virkar sá boðskapur í því stríði sem kosningar eru að öll dýr í skóginum eigi að vera vinir? Er það ekki klemma? „Jú, það er rétt.Ég veit hvernig maður getur á auðveldan hátt náð sér í mörg atkvæði. Með ódýrum trikkum sem geta reynst kjósendum dýr. En við leyfum okkur ekki slík vinnubrögð. Sú er hugmyndafræðin sem við störfum eftir og við erum henni trú. Framundan eru spennandi tímar, þá mun teiknast upp hverjir verða í framboði á vegum flokksins.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, telur alltof snemmt að afskrifa flokkinn í borginni. Liðsmenn Bjartrar framtíðar eru nú að safna vopnum sínum meðan samstarfsflokkur þeirra í borgarstjórn, Vinstri grænir, er í lykilstöðu. Meirihlutinn heldur vegna þess að VG og Píratar bæta við sig fylgi frá í kosningum. Samfylking hins vegar dalar. „Nei, þetta er nú ekki alveg svo svart,“ segir hún þegar blaðamaður Vísis spyr hana hvort flokkurinn sé ekki hreinlega að þurrkast út í borginni. Þeir sem velta fyrir sér komandi sveitarstjórnarkosningum, en kosið verður 26. maí, horfa nú til nýjustu skoðanakönnunarinnar sem er Viðskiptablaðsins, birt fyrir síðustu helgi. Þar er útlitið svart, Björt framtíð mælist með 2,4 prósenta fylgi miðað 15,6 í kosningum.Jón Gnarr reynist pólitískum erfingjum sínum erfiðurSegjast verður eins og er að staða Bjartrar framtíðar er þröng og kemur þar ýmislegt til. Flokkurinn fór illa út úr síðustu Alþingiskosningum eftir að hafa slitið stjórnarsamstarfi, að mörgum finnst ómaklega sé litið til þess að það var á þeim forsendum að gegnsæi og traust þyrfti að ríkja í stjórnmálunum. Íslenskir kjósendur virðast samkvæmt þessu ekki gefa mikið fyrir slíkt þegar til kastanna kemur. Björt framtíð erfði fylgi Besta flokks Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavíkinni. Jón veitti hins vegar Bjartri framtíð þungt högg í tengslum við alþingiskosningar. Hann sagði Bjarta framtíð sjúka. Og Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns, hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.Björt segist ekki hafa þungar áhyggjur af stöðunniÞað er því í mörg horn að líta fyrir Björt og Vísir spurði Björt hvort hún hefði engar áhyggjur af þessu? „Nei, ég hef það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við höfum góða málefnastöðu sérstaklega þar sem við höfum verið í meirihluta; í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sem eru stærstu svæðin. Þar má sjá breytingar í grundvallaratriðum, vinnubrögðum sem við höfum lagt áherslu á og með því að opna bókahald, aukið gagnsæi, breytingar til batnaðar. Breytingar sem við erum stolt af.“Félagarnir Björn Blöndal og Jón Gnarr. Arfur Besta flokksins ætlar ekki að reynast Bjartri framtíð gott veganesti.visir/vilhelmBjört segir að þau í Bjartri framtíð hafi ekki verið að stæra sig af afrekum sínum, sem hún segir að séu margvísleg. „Ekki bara síðustu fjögur heldur síðustu átta árin. Þannig að ... þó við reynum eftir fremsta megni að vera hógvær finnst okkur við eiga talsvert í því hvernig borgin hefur breyst til batnaðar. Og við þurfum að koma því á framfæri.Catch 22 fyrir Bjarta framtíðSvo virðist sem Björt framtíð eigi í tilvistarkreppu sem má ef til vill kenna við Catch 22. Meðan þau hafa talað mjög fyrir samstarfi og annarri nálgun í hinni pólitísku orðræðu þá virðist það ekki henta í hinum flokkspólitíska landslagi þar sem þeir sem hæst hafa ná athyglinni. Kosningafyrirkomulagið er nánast þannig upp byggt að þeir ná eyrum kjósenda sem hæst hafa og bjóða uppá einfaldanir og árásargjörn slagorð? Björt segir það rétt en vill ekki vera sett í þá stöðu að vera ósamkvæm sjálfri sér. Pólitík Bjartrar framtíðar virki vel. „Hún virkar á þann hátt mjög vel að við finnum að við breytum vinnubrögðum svo um munar, ekki bara í Reykjavík. Áður voru borgarstjóraskipti tíð en það hefur ríkt stöðugleiki í Reykjavík með tilkomu Besta flokksins og Bjartrar framtíðar. Við leggjum mikla áherslu á liðsheild og höfum gert það í þessu meirihlutasamstarfi. Kannski minna í að berja okkur á brjóst, það skiptir okkur meira máli að við séum að vinna samhent fyrir borgarbúa.“Ætlar ekki að nota ódýr brögð í atkvæðaleitHún segir það rétt, ekki samræmist áherslum Bjartrar framtíðar að hafa hátt, hvað þá hátt um eigið ágæti. „En, nú er tímabært að útlista þetta betur. Við eigum eftir að leggja fram listann okkar í borginni og hvað við ætlum að leggja áherslu á. Sem verður áframhald þeirrar vinnu sem verið hefur og svo okkar framtíðarsýn. Við leggjum það á borð og fyrir kjósendur,“ segir Björt.En, virkar sá boðskapur í því stríði sem kosningar eru að öll dýr í skóginum eigi að vera vinir? Er það ekki klemma? „Jú, það er rétt.Ég veit hvernig maður getur á auðveldan hátt náð sér í mörg atkvæði. Með ódýrum trikkum sem geta reynst kjósendum dýr. En við leyfum okkur ekki slík vinnubrögð. Sú er hugmyndafræðin sem við störfum eftir og við erum henni trú. Framundan eru spennandi tímar, þá mun teiknast upp hverjir verða í framboði á vegum flokksins.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39