Plataði unnustuna í fyrsta tónlistarmyndbandið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 11:57 María Rut og Ingileif Skjáskot Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Lögmálið um lítil typpi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Lögmálið um lítil typpi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira