Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 11:44 Meðal viðburða á Iceland Airwaves í nóvember 2017 voru tónleikar Megasar með fjölda íslenskra listamanna í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist. Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist.
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18