Velkominn í þennan NBA-hóp herra Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 16:30 Nikola Jokic. Vísir/Getty Serbíumaðurinn Nikola Jokic átti frábæran leik í NBA-deildinni í nótt og kom sér líka með því á fleiri en eina síðu í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Nikola Jokic var með 30 stig, 15 fráköst og 17 stoðsendingar í 134-123 sigri Denver Nuggets á Milwaukee Bucks. Jokic var þarna að ná þrennu í öðrum leiknum í röð því hann var með 23 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á San Antonio Spurs. Jokic er með fimm þrennur á tímabilinu þar af fjórar þeirra eftir 27. janúar. Með því að ná 30-15-15 þrennu komst hann í úrvalshóp en aðeins fimm aðrir leikmenn í sögu NBA hafa náð því. Þeir eru Larry Bird, Wilt Chamberlain, Magic Johnson, Oscar Robertson og James Harden. Harden og Jokic eru þeir einu sem eru enn að spila.Nikola Jokic joined some pretty elite company Thursday, when he recorded the 17th game in NBA history with 30 points, 15 rebounds and 15 assists according to @EliasSports. pic.twitter.com/jWQONSIDEX — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018 Nikola Jokic kom sér líka í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná þrennu í leik undanfarin tuttugu ár. Jokic var kominn með þrennuna þegar 1:54 voru enn eftir af öðrum leikhluta og bætti þar með afrek Russel Westbrook frá því í desember 2016. Westbrook náði þeirri þrennu þegar 34 sekúndur voru til hálfleiks.Nikola Jokic reached a triple-double with 1:54 left in the second quarter. That's the fastest triple-double in the NBA in the past 20 seasons. pic.twitter.com/kCy9a03ZGn — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018 Nikola Jokic er enn bara 22 ára gamall en hann er á sínu þriðja ári í NBA-deildinni. Jokic er með 16,9 stig, 10,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessari leiktíð. Hann var í fyrra með 16,7 stig, 9,8 fráköst og 4,9 stoðsendingar. Jokic er á góðri leið með að hækka meðaltöl sín í stigum, fráköstum og stoðsendingum annað tímabilið í röð.Nikola Jokic had 17 assists on Thursday. Among players 6'10" or taller, only Wilt Chamberlain has recorded more in a single game in NBA history per @EliasSports research. pic.twitter.com/HmOdzjfnVY — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018 NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Serbíumaðurinn Nikola Jokic átti frábæran leik í NBA-deildinni í nótt og kom sér líka með því á fleiri en eina síðu í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Nikola Jokic var með 30 stig, 15 fráköst og 17 stoðsendingar í 134-123 sigri Denver Nuggets á Milwaukee Bucks. Jokic var þarna að ná þrennu í öðrum leiknum í röð því hann var með 23 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á San Antonio Spurs. Jokic er með fimm þrennur á tímabilinu þar af fjórar þeirra eftir 27. janúar. Með því að ná 30-15-15 þrennu komst hann í úrvalshóp en aðeins fimm aðrir leikmenn í sögu NBA hafa náð því. Þeir eru Larry Bird, Wilt Chamberlain, Magic Johnson, Oscar Robertson og James Harden. Harden og Jokic eru þeir einu sem eru enn að spila.Nikola Jokic joined some pretty elite company Thursday, when he recorded the 17th game in NBA history with 30 points, 15 rebounds and 15 assists according to @EliasSports. pic.twitter.com/jWQONSIDEX — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018 Nikola Jokic kom sér líka í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná þrennu í leik undanfarin tuttugu ár. Jokic var kominn með þrennuna þegar 1:54 voru enn eftir af öðrum leikhluta og bætti þar með afrek Russel Westbrook frá því í desember 2016. Westbrook náði þeirri þrennu þegar 34 sekúndur voru til hálfleiks.Nikola Jokic reached a triple-double with 1:54 left in the second quarter. That's the fastest triple-double in the NBA in the past 20 seasons. pic.twitter.com/kCy9a03ZGn — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018 Nikola Jokic er enn bara 22 ára gamall en hann er á sínu þriðja ári í NBA-deildinni. Jokic er með 16,9 stig, 10,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessari leiktíð. Hann var í fyrra með 16,7 stig, 9,8 fráköst og 4,9 stoðsendingar. Jokic er á góðri leið með að hækka meðaltöl sín í stigum, fráköstum og stoðsendingum annað tímabilið í röð.Nikola Jokic had 17 assists on Thursday. Among players 6'10" or taller, only Wilt Chamberlain has recorded more in a single game in NBA history per @EliasSports research. pic.twitter.com/HmOdzjfnVY — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018
NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira