Aldrei fleiri í Vinstri grænum Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 15:43 Vinstri græn aldrei verið fleiri og ríkir fögnuður mikill í þeirra herbúðum. visir/laufey Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8. Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.
Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25
Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19