Þremur sjónvarpsstöðvum var lokað og tilræði við varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Raila Odinga, sem titlar sjálfan sig "forseta fólksins“. vísir/afp Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00