Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Metnaðarfyllri mörkin um 1,5°C hlýnun voru sett inn í Parísarsamkomulagið að beiðni eyríkja í Kyrrahafi sem eru í hættu vegna vaxandi ágangs sjávar. Vísir/AFP Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00