Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 11:34 Skjáskot af falsfrétt um Ólaf Jóhann Ólafsson. Falsfréttinni er ætlað að hafa fé af grandalausum Íslendingum. Vísir/Skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar. Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar.
Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15