Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 15:45 Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Vísir/afp Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja. Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja.
Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira