Martröð fyrir héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í Útsvari Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2018 10:56 Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni og þar eru heilu svæðin ryksuguð, að sögn Magnúsar Ragnarssonar. Spurningaþátturinn Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni. Og hrein og klár martröð fyrir minni héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í keppninni. Þá ryksugi auglýsingadeild Ríkisútvarpsins svæðið. Þetta segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Sjónvarps Símans. Hann var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi afdráttarlaust meðal annars efni greinar hans sem birtist í Fréttablaðinu á föstudaginn.Talsverð umræða hefur orðið í kjölfar þess að nefnd um stöðu einkarekinna fjölmiðla skilaði nýverið skýrslu þar sem meðal annars er lagt til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði.Auglýsingadeildin eirir enguMagnús segir auglýsingadeild Ríkisútvarpsins stunda grimm undirboð á markaði og sé í raun að kæfa allt og alla með veru sinni á auglýsingamarkaði. „Með fjóra milljarða í forgjöf í dagskrárefni þá býður Ríkisútvarpið uppá mjög gott dagskrárefni eðli málsins samkvæmt. En þeir eira engu í sölunni. Það er engin önnur ríkisstofnun sem gefur þér sérdíl í lok mánaðar af því að sölumaðurinn er ekki búinn að ná áætlun.“Magnús nefnir sem dæmi síðasta tilboð sem hann fékk að hann geti fengið fríar birtingar í vetrarólympíuleikunum ef hann komi bara nógu mikið annað inn í dagskrána. „Þetta er í lok janúar, Ríkisútvarpið er undir áætlun. Þeir þurfa að ná áætlun.“ Magnús segir að það séu reglur sem auglýsingadeild Ríkisútvarpsins brjóti en það gerist lítið sem ekkert. Hann segir dagskráin taki mið af þörfum auglýsingageirans. Séríslensk dagskrárhefð, til að mynda þekkist ekki styttri þættir en 70 til 80 mínútur til að koma inn sérstöku auglýsingahólfi. Kostun fyrir 185 milljónir í fyrra, sem Magnús segir bara eitt form auglýsingasölu. Það sé bara kallað annað.Ryksuga heilu landsvæðin með Útsvar á oddinumHann segist finna mest til með litlum fjölmiðlum, héraðsvefir, bæjarblöðum úti á landi.Sirkusinn er kominn í bæinn. Frá síðustu viðureign Útsvars hvar Héraðsbúar lögðu granna sína niðri á Fjörðum. Sætur sigur en þeir sem til dæmis reka Dagskrá á Austurlandi svitna.skjáskot„Það versta sem getur gerst á þessum stöðum, hvort sem það er Ísafjörður eða Seyðisfjörður, er ef liðið þeirra kemst áfram í Útsvari. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lítinn miðil úti á landi,“ segir Magnús. Og hann heldur áfram: Því það sem gerist er að þá hringir auglýsingadeild RÚV í hvert einasta fyrirtæki á því svæði og býður skjáauglýsingu: Viltu ekki styðja þitt lið, viltu ekki samlesnar auglýsingar þar sem segir að Hjólbarðaverkstæði Seyðisfjarðar styðji liðið? Þar með klárast auglýsinga-budgett á þessum stöðum. Eftir sitja héraðsmiðlarnir með sárt ennið. Þetta er mjög leiðinleg staða fyrir þá. Þeir finna miklu meira fyrir þessu hlutfallslega en stærri miðlar hér í bænum.“ Magnús segist þekkja ótal dæmi um þetta, þar sem grátið er undan Útsvari og sölumönnunum.Kostnaðarsöm útgerðMagnús segir að það kosti peninga að sækja alla þá peninga sem Ríkisútvarpið sogi til sín. Það kosti 600 milljónir að reka auglýsingadeildina þá með ýmsum beinum og óbeinum kostnaði. „Það er sölukostnaður, það er þátttaka í lifandi áhorfsmælingum sem þurfa að vera daglegar útaf sölunni, það eru þjónustulaun sem eru borguð til baka til auglýsingastofa, ég veit ekki af hverju þau þurfa að vera til ef auglýsingastofurnar þurfa svona mikið á RÚV að halda – af hverju þarf að vera eitthvað „kick-back“ til þeirra ... þetta eru miklir peningar,“ segir Magnús. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Spurningaþátturinn Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni. Og hrein og klár martröð fyrir minni héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í keppninni. Þá ryksugi auglýsingadeild Ríkisútvarpsins svæðið. Þetta segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Sjónvarps Símans. Hann var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi afdráttarlaust meðal annars efni greinar hans sem birtist í Fréttablaðinu á föstudaginn.Talsverð umræða hefur orðið í kjölfar þess að nefnd um stöðu einkarekinna fjölmiðla skilaði nýverið skýrslu þar sem meðal annars er lagt til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði.Auglýsingadeildin eirir enguMagnús segir auglýsingadeild Ríkisútvarpsins stunda grimm undirboð á markaði og sé í raun að kæfa allt og alla með veru sinni á auglýsingamarkaði. „Með fjóra milljarða í forgjöf í dagskrárefni þá býður Ríkisútvarpið uppá mjög gott dagskrárefni eðli málsins samkvæmt. En þeir eira engu í sölunni. Það er engin önnur ríkisstofnun sem gefur þér sérdíl í lok mánaðar af því að sölumaðurinn er ekki búinn að ná áætlun.“Magnús nefnir sem dæmi síðasta tilboð sem hann fékk að hann geti fengið fríar birtingar í vetrarólympíuleikunum ef hann komi bara nógu mikið annað inn í dagskrána. „Þetta er í lok janúar, Ríkisútvarpið er undir áætlun. Þeir þurfa að ná áætlun.“ Magnús segir að það séu reglur sem auglýsingadeild Ríkisútvarpsins brjóti en það gerist lítið sem ekkert. Hann segir dagskráin taki mið af þörfum auglýsingageirans. Séríslensk dagskrárhefð, til að mynda þekkist ekki styttri þættir en 70 til 80 mínútur til að koma inn sérstöku auglýsingahólfi. Kostun fyrir 185 milljónir í fyrra, sem Magnús segir bara eitt form auglýsingasölu. Það sé bara kallað annað.Ryksuga heilu landsvæðin með Útsvar á oddinumHann segist finna mest til með litlum fjölmiðlum, héraðsvefir, bæjarblöðum úti á landi.Sirkusinn er kominn í bæinn. Frá síðustu viðureign Útsvars hvar Héraðsbúar lögðu granna sína niðri á Fjörðum. Sætur sigur en þeir sem til dæmis reka Dagskrá á Austurlandi svitna.skjáskot„Það versta sem getur gerst á þessum stöðum, hvort sem það er Ísafjörður eða Seyðisfjörður, er ef liðið þeirra kemst áfram í Útsvari. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lítinn miðil úti á landi,“ segir Magnús. Og hann heldur áfram: Því það sem gerist er að þá hringir auglýsingadeild RÚV í hvert einasta fyrirtæki á því svæði og býður skjáauglýsingu: Viltu ekki styðja þitt lið, viltu ekki samlesnar auglýsingar þar sem segir að Hjólbarðaverkstæði Seyðisfjarðar styðji liðið? Þar með klárast auglýsinga-budgett á þessum stöðum. Eftir sitja héraðsmiðlarnir með sárt ennið. Þetta er mjög leiðinleg staða fyrir þá. Þeir finna miklu meira fyrir þessu hlutfallslega en stærri miðlar hér í bænum.“ Magnús segist þekkja ótal dæmi um þetta, þar sem grátið er undan Útsvari og sölumönnunum.Kostnaðarsöm útgerðMagnús segir að það kosti peninga að sækja alla þá peninga sem Ríkisútvarpið sogi til sín. Það kosti 600 milljónir að reka auglýsingadeildina þá með ýmsum beinum og óbeinum kostnaði. „Það er sölukostnaður, það er þátttaka í lifandi áhorfsmælingum sem þurfa að vera daglegar útaf sölunni, það eru þjónustulaun sem eru borguð til baka til auglýsingastofa, ég veit ekki af hverju þau þurfa að vera til ef auglýsingastofurnar þurfa svona mikið á RÚV að halda – af hverju þarf að vera eitthvað „kick-back“ til þeirra ... þetta eru miklir peningar,“ segir Magnús.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10
RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00