Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 21:35 Rauðar tölur voru áberandi í Kauphöllinni í New York í dag. Vísir/Getty Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. Metið var áður frá 29. september 2008 þegar vísitalan lækkaði um 777,68 stig á einum degi. Er lækkunin í dag mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi í stigum talið, en ekki hlutfallslega. Dýfa dagsins markar viðsnúning frá þróun vísitölunnar í janúar þegar hún náði 25.000 og 26.000 stigum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. „Það verður meiri óstöðugleiki á mörkuðum í ár,“ segir Andrew Wilson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Goldman Sachs bankanum, í samtali við BBC. Lækkunin hefur haft áhrif á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Nasdaq vísitalan lækkaði til að mynda um 3,7 prósent í dag og FTSE vísitalan um 1,46 prósent. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. Metið var áður frá 29. september 2008 þegar vísitalan lækkaði um 777,68 stig á einum degi. Er lækkunin í dag mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi í stigum talið, en ekki hlutfallslega. Dýfa dagsins markar viðsnúning frá þróun vísitölunnar í janúar þegar hún náði 25.000 og 26.000 stigum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. „Það verður meiri óstöðugleiki á mörkuðum í ár,“ segir Andrew Wilson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Goldman Sachs bankanum, í samtali við BBC. Lækkunin hefur haft áhrif á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Nasdaq vísitalan lækkaði til að mynda um 3,7 prósent í dag og FTSE vísitalan um 1,46 prósent.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf