Á fimmta hundrað íslenskra karla ræða vændi á Facebook: „Er hún ekki eitthvað fötluð?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 19:30 Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira