Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka." Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka."
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira