Umferð, loftslag og staðreyndir Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 12:44 Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar