„Íslenska“ liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 11:30 Winnipeg Fálkarnir. Heimasíða IIHF. Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu. Ólympíuleikar Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu.
Ólympíuleikar Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira