Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:57 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54