Meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í starf með börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. KFUM&KFUK Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent