Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ólína Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eftir landsleik Íslands. Báðar hafa þær sett skóna upp í hillu eftir höfuðhögg. vísir/daníel „Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
„Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira