Rúrik vill vernda mannorð sitt: Samtölin snérust um kynlíf Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 10:15 Rúrik var á línunni á FM957 í morgun. Vísir/andri marínó „Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02