Símsvari Hvíta hússins veldur usla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 14:00 Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Vísir/Getty Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira