Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 23:42 Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirgefa þinghúsið eftir atkvæðagreiðsluna í kvöld. Vísir/AFP Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00
Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36