Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 23:04 Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“ Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“
Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20