Bruno Mars sigursæll á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 07:45 Bruno Mars á Grammy-hátíðinni í gær. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna. Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars var sigursæll á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Madison Square Garden í New York í gærkvöldi og nótt. Hann hlaut alls sex verðlaun, þar á meðal aðalverðlaunin þrjú, það er fyrir breiðskífu ársins, plötu ársins og lag ársins, That‘s What I Like. Rapparinn Kendrick Lamar hlaut fimm verðlaun en Jay Z, sem tilnefndur var til flestra verðlauna, eða alls átta, fór tómhentur heim. Alessia Cara var valin nýliði ársins, Ed Sheeran hlaut verðlaun fyrir bestu poppplötuna og fyrir besta poppflutninginn fyrir lagið Shape of You.Engin Grammy-verðlaun rötuðu til Íslendinga en hljómsveitin Kaleo var tilnefnd í flokknum besti rokkflutningur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson í flokknum besta kvikmyndatónlistin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Arrival. Kaleo horfði á eftir verðlaununum til Leonard heitins Cohen og Justin Hurwitz stóð uppi sem sigurvegari í flokki Jóhanns fyrir tónlistina í kvikmyndinni La La Land. Aðeins 17 verðlaun af 86 fóru til kvenna eða hljómsveita þar sem konur eru í aðalhlutverki en MeToo-byltingin og átakið Time‘s Up settu engu að síður svip sinn á hátíðina. Þannig vakti kraftmikill flutningur Keshu á lagi sínu Praying mikla athygli en lagið fjallar um hennar eigin reynslu af kynferðisofbeldi. Þær Cyndi Lauper og Camila Cabello voru á meðal þeirra sem sungu bakraddir í lagi Keshu í gær. Á meðal annarra sem komu fram á hátíðinni voru þau Lady Gaga, Sam Smith og Pink.Lista yfir alla sigurvegara Grammy í ár má sjá á heimasíðu verðlaunanna.
Grammy Lífið Tengdar fréttir Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Leonard Cohen hafði betur gegn Kaleo La La Land hafði betur gegn Arrival Jóhanns á Grammy-verðlaunahátíðinni vestanhafs í kvöld. 29. janúar 2018 01:02