„Dóra Takefusa skellti sér inn á klósett og klippti á sig topp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2018 10:30 Þórunn fer á sviðið 10. febrúar. Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Þórunni Antoníu að svara spurningum Vísis. Þórunn mun flytja lagið Ég mun skína eftir hana sjálfa og Agnar Friðbertsson, en hún stígur á sviðið í Hákólabíói 10. febrúar. Hér að neðan má kynnast söngkonunni betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Af því að mér fannst það spennandi og lítur út fyrir að vera skemmtilegt ferli, ég hef alltaf sagt að einn daginn prófi ég þetta ævintýri. Þetta er bara svo gaman og íslenska þjóðin elskar þetta og hatar reyndar líka. Þetta er alveg pressa.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Ef við eigum atkvæðið skilið með góðri frammistöðu þá er það óskandi, ég vil að fólk kjósi eftir hverju það hrífst af. En ég mun líka alltaf reyna mitt besta og verða landi og þjóð til sóma ef ég vinn þessa skemmtilegu keppni.Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Daði og Svala í fyrra voru bæði með æðisleg lög.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Frá barnæsku er það eftirvænting, mamma að poppa og ég spennt að sjá öll atriðin en í seinni tíð er það klárlega þegar góð vinkona mín hún Dóra Takefusa skellti sér inná klósett í Eurovision partýi og klippti á sig topp um leið og Loreen vann og kom svo út og dansaði við lagið. Það var sjúklega fyndið og skemmtilegt.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Euphoria ekki spurning!! Það er bara eitthvað svo ótrúlega epískt og Loreen er ótrúleg söngkona.“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um að stíga upp úr erfiðleikum, að halda í von í gegnum veikindi og að gefast ekki upp. Við erum partur af stórri heild og tunglið og stjörnurnar skína skærast þegar nóttin er svört og það er mikilvægt að ímynda sér það besta. Þegar mér líður illa er þetta góð mantra. Ég mun skína, það mun ekkert stöðva mig.“Lag: Ég mun skína / ShineHöfundar lags: Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson Höfundur íslensks texta: Þórunn Antonía Höfundur ensks texta: Þórunn Antonía Flytjandi: Þórunn AntoníaHér fyrir neðan má hlusta á Ég mun skína.Hér fyrir neðan má hlusta á Shine. Eurovision Tengdar fréttir „Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Þórunni Antoníu að svara spurningum Vísis. Þórunn mun flytja lagið Ég mun skína eftir hana sjálfa og Agnar Friðbertsson, en hún stígur á sviðið í Hákólabíói 10. febrúar. Hér að neðan má kynnast söngkonunni betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Af því að mér fannst það spennandi og lítur út fyrir að vera skemmtilegt ferli, ég hef alltaf sagt að einn daginn prófi ég þetta ævintýri. Þetta er bara svo gaman og íslenska þjóðin elskar þetta og hatar reyndar líka. Þetta er alveg pressa.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Ef við eigum atkvæðið skilið með góðri frammistöðu þá er það óskandi, ég vil að fólk kjósi eftir hverju það hrífst af. En ég mun líka alltaf reyna mitt besta og verða landi og þjóð til sóma ef ég vinn þessa skemmtilegu keppni.Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Daði og Svala í fyrra voru bæði með æðisleg lög.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Frá barnæsku er það eftirvænting, mamma að poppa og ég spennt að sjá öll atriðin en í seinni tíð er það klárlega þegar góð vinkona mín hún Dóra Takefusa skellti sér inná klósett í Eurovision partýi og klippti á sig topp um leið og Loreen vann og kom svo út og dansaði við lagið. Það var sjúklega fyndið og skemmtilegt.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Euphoria ekki spurning!! Það er bara eitthvað svo ótrúlega epískt og Loreen er ótrúleg söngkona.“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um að stíga upp úr erfiðleikum, að halda í von í gegnum veikindi og að gefast ekki upp. Við erum partur af stórri heild og tunglið og stjörnurnar skína skærast þegar nóttin er svört og það er mikilvægt að ímynda sér það besta. Þegar mér líður illa er þetta góð mantra. Ég mun skína, það mun ekkert stöðva mig.“Lag: Ég mun skína / ShineHöfundar lags: Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson Höfundur íslensks texta: Þórunn Antonía Höfundur ensks texta: Þórunn Antonía Flytjandi: Þórunn AntoníaHér fyrir neðan má hlusta á Ég mun skína.Hér fyrir neðan má hlusta á Shine.
Eurovision Tengdar fréttir „Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00
Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30
„Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30