Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 09:00 Rósa Guðbjartsdóttir hrósar flugliðum WOW Air í hástert fyrir viðbrögð þeirra við erfiðum aðstæðum. Vísir Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira